Arion-banki selur svínabú

Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins búin. Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.
Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að staða svínabænda hafi  sjaldan eða aldrei verið eins alvarleg og nú, þar sem framboð af svínakjöti sé miklu meira en eftirspurn. Í dag eru rekin um tíu svínabú í landinu með um fjögur þúsund gyltum.


back to top