KS hefur birt afurðaverð sauðfjár

Kjötafurðastöð KS birti fyrir helgina afurðaverð sitt fyrir haustið 2010. Verðskráin er uppbyggð á sama hátt og verðskrá SS sem birt var fyrir skömmu þ.e. verðið er hæst í vikum 36 og 37, fer svo stiglækkandi og verður lægst í vikum 41-43.
Verðskráin lækkar frá fyrra ári af sömu ástæðu og hjá SS þ.e. ætlunin er að greiðslur sauðfjársamnings vegna birgðahalds fari nú beint til bænda í stað sláturleyfishafa eins og verið hefur.  Eins og áður hefur komið fram þá er ljóst að þó að sú skerðing fáist bætt er ekki um neina afurðaverðshækkun að ræða milli ára.

Verðskrá KS.


back to top