Fyrstu niðurstöður úr rekstri Sunnu-búa árið 2009

Nú liggja fyrir meginlínur í uppgjöri búreikninga Sunnubúanna fyrir árið 2009. Nokkur bú eiga þó enn eftir að skila inn rekstrarreikningum. Alls taka þátt í verkefninu milli 70-80 kúabú. Til að fá fyrstu vísbendingar um afkomu ársins 2009 hefur verið tekið saman yfirlit um rekstrartölur 48 kúabúa á Suðurlandi árið 2009 og þær bornar saman við rekstur sömu búa 2008. Niðurstöður rekstrarreikninga þessara búa má sjá í töflunni hér að neðan, tölurnar frá 2008 hafa verið færðar á verðlag ársins 2009 með meðalhækkun á vísitölu neysluverðs, 12,0%.

Rétt er að hafa í huga að mikill meirihluti þessara búa hafa staðið í einhverjum framkvæmdum og/eða fjárfestingum síðustu árin. Rekstrarreikningar þeirra eru því í mörgum tilvikum litaðir af efnahagshruninu haustið 2008 og eftirköstum þess. Mörg þessara búa eru með eitthvað af gengistryggðum lánasamningum. Eftir dóm Hæstaréttar frá 16. júní sl. um að gengistrygging lána í íslenskum krónum væri óheimil, ríkir nokkur óvissa um raunverulega skuldastöðu þessara búa. Hún er þó í öllum tilvikum ekki verri en rekstrareikningur síðasta árs sýndi.


Mikil breytileiki er innan þessa hóps í breytilegum kostnaði framleiðslunnar. Nefna má að þau bú sem eru með lægstan breytilegan kostnað á innlagðan lítra eru að framleiða mjólkina á innan við 35 kr á lítra en því miður eru önnur bú með breytilegan kostnað upp í 55 til 65 kr á lítra, þar er verk að vinna að lækka kostnað.
Sunnu – verkefnið

Samantekt sömu 48 búanna 2008 og 2009
Tölur uppfærðar miðað við verðlag 2009 12,0% verðlagshækkun
Hlutfall af innvigtun í MS-Selfoss

24,7%


24,9%

Hlutfall af innvigtun SAM

9,9%


9,7%


2008


2009


Breyting


Breyting


[kr/l]


[%]

Innlögð mjólk ltr.

251.773


255.058

1,3 %
Gr. mark

231.377


229.095

-1,0 %
Framleiðsla umfram greiðslumark

8,8%


11,3%

28,6 %
Innlagt á árskú ltr.

5.355


5.356

0,0 %
Búgreinatekjur kr/l
Afurðarst.verð kr/l

66,8


68,8


2,0

 kr/l  3,0 %
Beingr./Gripagr. kr/l

43,5


39,5


-4,0

 kr/l  -9,2 %
Nautgr.kjöt kr/l

9,7


9,9


0,2

 kr/l  2,1 %
Aðrar búgr.tekjur kr/l

3,3


2,7


-0,6

 kr/l  -18,2 %
Samtals búgreinatekjur

123,3


120,9


-2,4

 kr/l  -2,0 %
Breytilegur kostnaður kr/l
Kjarnfóður

16,0


14,8


-1,2

 kr/l  -7,5 %
Áburður

9,6


9,4


-0,2

 kr/l  -2,1 %
Sáðvörur

1,3


1,1


-0,2

 kr/l  -15,4 %
Rekstur búvéla

5,9


5,8


-0,1

 kr/l  -1,7 %
Rúlluplast 

1,9


2,5


0,6

 kr/l  31,6 %
Aðrar rekstrarvörur

2,9


2,9


0,0

 kr/l  0,0 %
Lyf og dýralæknir

2,7


2,7


0,0

 kr/l  0,0 %
Búnaðargjald

1,4


1,5


0,1

 kr/l  7,1 %
Verktakagreiðslur

2,0


1,9


-0,1

 kr/l  -5,0 %
Önnur þjónusta

4,7


4,9


0,2

 kr/l  4,3 %
Samtals BK kr/l

48,5


47,5

-1,0  kr/l  -2,0 %
Framlegðarstig

60,7%


60,7%

Hálffastur kostnaður
Tryggingar og skattar

2,0


2,2

0,2  kr/l  10,0 %
Viðhald útihúsa og ræktunar

3,6


4,1

0,5  kr/l  13,9 %
Annar kostnaður

4,7


5,1

0,4  kr/l  8,5 %
Rafmagn og hiti

1,8


1,8

0,0  kr/l  0,0 %
Rekstrark. bifreiðar

4,3


4,6

0,3  kr/l  7,0 %
Laun og launatengd gjöld

3,2


3,3

0,1  kr/l  3,1 %
Samtals FK kr/l

19,6


21,1

1,5  kr/l  7,7 %
   
Hagn. f. laun, fyrn., og vex.

15.044.137


14.367.623

-4,5 %
Afskriftir og niðurfærsla
Afskriftir húsa og ræktunar

3,1


3,6

16,1 %
Afskriftir véla og tækja

9,3


7,8

-16,1 %
Niðurfærsla gr.marks

9,6


7,4

-22,9 %
Samtals fyrningar

22,0


18,8

-14,5 %
Fjármagnsliðir

158,7


31,8

-80,0 %
Efnahagur
Skuldir

97.525


88.062

-9,7 %
skuldir/velta

2,87


2,64

-8,0 %

Meðal annarra athyglisverðara niðurstaðna úr þessum samanburði má nefna:

• Meðal innlegg þessar 48 kúabúa í afurðarstöð árið 2009 voru um 255.000 lítrar og er þó nokkuð meiri en árið áður eða tæpir 252.000 lítrar að meðaltali árið 2008. Þessi bú framleiddu að meðaltali tæp 11,3% umfram greiðslumark á árinu 2009.
• Heildar framleiðsla þessara 48 búa er um 10% af landsframleiðslunni eða um 25% af innlagðri mjólk hjá MS Selfossi.
• Afurðarstig búanna miða við innlagt magn á árskú er eins milli ára eða 5.356 lítrar/árskú.
• Búgreinatekjur lækka um 2,0% eða 2,4 kr/l milli ára. Þar munar mestu um lækkun á beingreiðslum/gripagreiðslu sem nemur 9,2% eða 4,0 kr/l. Þessar greiðslur hækkuðu einungis um 2,0% milli ára meðan meðal verðlagshækkunin var 12,0%. Hins vegar þá eykst framleiðsla þessara búa umfram greiðslumark.
• Á föstu verðlagi hafa beingreiðslur/gripagreiðslur lækkað um 8,0% milli ára.
• Afurðarstöðvarverðið hækkar um 3,0% eða 2,0 kr/l. Hér er um að ræða áhrif af hækkunum á afurðarstöðvarverðinu frá árinu 2008. Engar hækkanir urðu á afurðarstöðvarverðinu á árinu 2009.
• Breytilegur kostnaður lækkar að meðaltali milli ára úr 48,5 kr/l í 47,5 kr/l, reiknað á verðlagi 2009.
• Breytilegur kostnaður lækkar hlutfallslega jafn mikið og búgreinatekjur sem þýðir að framlegðarstigið er óbreytt milli ára, 60,7%.
• Fastur kostnaður hækkar nokkuð milli ára, um 7,7% eða 1,5 kr/l.
• Afskriftir húsa og ræktunar aukast á nýjan leik. Hér er líklega um að ræða hækkun á skráðri afskriftarprósentu búanna, sem getur hlaupið á bilinu 3-6%. Á móti lækka áfram afskriftir á vélum, tækjum og greiðslumarki. Líklegt er að þeir afskriftarstofnar séu nánast að ganga að sér til þurrðar, þar sem nokkuð er um liðið síðan flest þessara búa stóðu í framkvæmdum.
• Skuldir þessara búa lækka hins vegar á föstu verðlagi, sem þýðir að búin hafa náð að greiða niður skuldir. Það er mjög jákvæð þróun.

Að lokum

Ljóst er að kostnaðaraðhald og hagræðing þessara búa hefur verið mikið milli ára. Þannig lækkar kjarnfóðurkostnaður milli ára um 1,2 kr/l eða 7,5% meðan kjarnfóðurverð hækkar að meðaltali um 8,1%. Áburðarliðurinn lækkar um 0,2 kr/l eða 2,1% meðan áburðarverð hækkaði að meðaltali um 17,0% og sáðvörur lækkuðu um 0,2 kr/l eða 15,4% meðan byggfræ hækkaði að meðaltali um 18,5% og grasfræ um rúmlega 50%. Allir framangreindir þrír liðir lækkuðu án þess að innlagt magn á árskú minnkaði, sem verður að teljast frábær árangur.


Á móti framangreindum lækkunum hækkar kostnaður af rúlluplasti og garni um 31,6% eða 0,6 kr/l, sem orsakast af því að gengishækkunin frá 2008 kemur í fyrsta sinn að fullu inn í verðið árið 2009.


Fastur kostnaður hækkar umfram verðlag í öllum liðum nema rafmagn og hiti. Mestu munar um hækkanir á liðunum viðhald útihúsa og ræktun og annar kostnaður sem hækka alls um 0,9 kr/l. Líklegasta skýringin á þessu er sú að búin skáru mjög við nögl allt viðhald og endurbætur á árinu 2008 þegar harðna fór á dalnum og fjármagnskostnaður að aukast, á árinu 2009 er líklegt að búin hafi aftur tekið við sér við eðlilega endurnýjun.


Búgreinatekjur og breytilegur kostnaður lækka hlutfallslega jafn mikið, á föstu verðlagi milli ára. Fastur kostnaður hækkar hins vegar um 7,7%. Það þýðir að hagnaður fyrir laun, fyrningar og vexti lækkar um 4,5 %, sem sýnir að raunverulega tekjuskerðing búanna milli ára er 4,5% á föstu verðlagi.


Eggert Þröstur Þórarinsson
Margrét Ósk Ingjaldsdóttir
Runólfur Sigursveinsson


back to top