Flúor í gróðursýnum undir Eyjafjöllum er langt undir hættumörkum

Dagana 25. – 28. júlí sl. voru tekinn gróðursýni undir Eyjafjöllunum. Fjögur sýni úr túnum og eitt úr úthaga og eru niðurstöðurnar á bilinu 6,9 – 12,5 mg í kg. Viðmiðunarmörk fyrir sauðfé eru 70-100 mg í kg en 25-30 mg í kg fyrir nautgripi og hross. Það virðist hins vegar enn vera flúor í öskunni og þegar hún fer af stað hækkar flúorinn. Lítið hefur rignt í sumar og því gengur hægt að skola flúorinn úr öskunni.
Næstu daga verður svo tekin gróðursýni í Skaftártungu, Álftaveri, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, Landeyjum og Fljótshlíð.


back to top