Markaðsmál íslenska hestsins

Niðurstöður starfshóps sem settur var saman að frumkvæði Hrossaræktarsamtaka Suðurlands. Hópurinn fékk það hlutverk að leita leiða til kynningar og útbreiðslu á íslenska hestinum og hestamennskunni með það fyrir augum að fjölga iðkendum bæði hérlendis sem erlendis.

Ræktun 2013

Hin goðsagnakennda Álfadís mætir á Ræktun 2013 Hin árlega stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands „Ræktun 2013“ verður haldin í Ölfushöllinni nk. laugardagskvöld, 27. apríl kl. 20.

Fræðslukvöld 5. febrúar n.k.

Fræðslukvöld Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldið á Syðri-Gegnishólum þriðjudaginn 5. febrúar n.k. og hefst kl 20:00.
Á fræðslukvöldi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verða fræðarar þau Olil og Bergur á Syðri-Gegnishólum og kallast viðburðurinn Vinnustund í reiðhöllini á Syðri-Gegnishólum. Þau Olil og Bergur ætla að sýna og segja áhorfendum frá því hvernig þau vinna með trippin sín og hvernig þau byggja þau markvist upp, einkum þau trippi sem stefnt er með í kynbótadóm að vori.

Skýrsluhald í hrossarækt rafrænt og pappírslaust

Athygli skýrsluhaldara á Íslandi er vakin á því að í haust var ákveðið að senda ekki skýrsluhald í hrossarækt á pappír og pósti eins og verið hefur. Skref í átt að þessu var stigið hálfa leið á síðasta ári og núna til fulls. Í heimaréttinni undir „Skýrsluhald“ má finna upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig skuli gengið frá skýrsluhaldinu með rafrænum hætti.

Uppgötvun „Gangráðsins“ í hrossum

Dr. Lisa S. Andersson flytur erindi á Hvanneyri um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ sem ef til vill mætti kalla „Gangráðinn“ í hrossum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýverið kynntar í hinu virta vísindariti Nature.
Lisa varði doktorsritegerð sína í sameindaerfðafræði “Equine Trait Mapping. „From Disease Loci to the Discovery of a Major Gene Controlling Vertebrate Locomotion” nú í haust frá erfða- og kynbótafræðideild Sænska landbúnaðarháskólans í Uppsölum. Lisa og félagar eru afar áhugasöm um frekari rannsóknir á Íslenska hestinum og samstarf og mikill fengur að fá hana til landsins.
Erindi Lisu fer fram í Borg í Ásgarði á Hvanneyri, miðvikudaginn 28. nóvember n.k. og hefst kl. 14:30. Allir velkomnir.

Hrossarækt 2012 – ráðstefna

Ráðstefnan Hrossarækt 2012 verður haldin í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.

Þrettán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2012

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 74 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu. Ákveðið var að tilnefna 13 bú sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2012 sem haldin verður í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Á ráðstefnunni munu sigurlaunin verða afhent ræktunarbúi ársins.

Framkvæmd kynbótasýninga – skýrsla starfshóps HS

Á aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldinn var 28.mars s.l. var skipaður starfshópur sem ætlað var að fjalla um aðkomu kynbótahrossa að landsmótum. Hópurinn sem nú hefur skilað af sér til stjórnar vel unninni og greinargóðri skýrslu. Starfshópurinn samanstóð af fólki sem hefur vítæka reynslu á sviði hrossaræktar,tamninga ,keppni og kynbótasýninga. Etirtaldir skipuðu starfshópinn : Anton Páll Níelsson, Berglind Ágústdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Hulda Gústafsdóttir, Hugrún Jóhannsdóttir,Olil Amble, Ólafur H. Einarsson, Pétur Halldórsson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir sem var formaður hópsins.

Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Ölfushöllinni

Árleg ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður laugardaginn 7. apríl 2012 í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í tengslum við Stóðhestaveislu Hrossaræktar.is. Fyrirkomulag ungfolasýningarinnar verður með svipuðu sniði og í fyrra. Starfandi kynbótadómarar munu taka út folana bæði fyrir sköpulag og hreyfingu. Sköpulagsmat hefst kl. 13:00 en sýningin kl. 15:30. Dómarar raða efstu fimm folunum í hvorum flokki. Áhorfendur velja síðan einnig álitlegasta folann í hverjum flokki. Efstu dómaravöldu folarnir úr hvorum flokki munu koma fram á stóðhestaveislu Hrossaræktar.is um kvöldið. Rétt til þátttöku eiga folar fæddir árið 2009 og 2010.

Takið laugardaginn 28. apríl frá!

Í tengslum við útgáfu stóðhestablaðs Eiðfaxa mun Eiðfaxi ásamt hestamannafélaginu Sleipni standa fyrir stóðhestadegi að Brávöllum á Selfossi laugaradaginn 28. apríl nk.
Allir þeir hestar sem eru með í stóðhestablaði Eiðfaxa eiga rétt á þátttöku á hátíðinni en þar mun fara fram kynning á ungum sem eldri stóðhestum á beinni braut, í anda sýninga stóðhestastöðvarinnar Gunnarsholts forðum. Einnig verður boðið upp á afkvæmahópa og ræktunarbússsýningar.

Fundur um nýtt sýningarform kynbótahrossa á komandi landsmóti

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands boðar til fundar 15. febrúar 2012 kl. 20:00 í Ölfushöllinni um nýtt sýningarform kynbótahrossa á komandi landsmóti.
Efni fundarins er ákvörðun fagráðs um nýja útfærslu á kynbótasýningum á landsmóti 2012. Eins og kunnugt er ákvað fagráð á desemberfundi sínum að ferðum í dómi verði fækkað úr 10 ferðum í 8 og í stað hefðbundinnar yfirlitssýningar færi yfirlitssýning að mestu fram á hringvelli, þ.e riðnir þrír hringir og ein ferð á beinni braut.

Málþing, ljósmyndasýning og afmælishátíð

Laugardaginn 11. febrúar 2012 verður haldið upp á afmæli HRFH með tvennum hætti, kl. 14:00 verður málþing í félagsheimilinu á Flúðum og um kvöldið verður mikil hátíð með veislumat að hætti Hótels Flúða. Einnig verður sett upp ljósmyndasýning í Félagsheimilinu.
Á málþingið koma þeir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og Gunnar Arnarson, hrossaræktandi með meiru í Auðsholtshjáleigu. Allir sem áhuga hafa á hrossarækt eru hvattir til að koma og hlusta á fróðleg erindi. Frítt er inn á málþingið og kaffiveitingar í boði Hrossaræktarfélagsins.
Afmælishátíðin hefst svo kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00 með fordrykk í boði Líflands.

Frá uppskeruhátíð hrossaræktarfélaganna í Flóahreppi

Laugardaginn 14.janúar s.l. var haldin sameiginleg uppskeruhátíð hrossaræktarfélaganna í Flóahreppi en þar eru starfandi þrjú hrossaræktarfélög, í fyrrum Villingaholts-, Gaulverjabæjar- og Hraungerðishreppum.
Anton Páll Níelsson hélt mjög fróðlegt erindi þar sem farið var vítt og breytt yfir ýmsa þætti hrossaræktar og reiðmennsku.
Hvert hrossaræktarfélag veitti svo verðlaun fyrir sitt félag og að síðustu voru veitt verðlaun fyrir efstu hross í öllum félögunum.

Fræðslukvöld. Hvað er reiðmennska?

Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir fræðslukvöldi þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf, Suðurtröð á Selfossi (hesthúsahverfinu).
Að þessu sinni ætlar Benedikt Líndal tamningameistari að vera með spjallkvöld undir yfirskriftinni „Hvað er reiðmennska?“ Er hægt að flokka hana niður? Stefnum við í rétta átt? Getum við gert eitthvað öðruvísi? Er í lagi með þann útbúnað sem er notaður? Hvað með viðhorf okkar til árangurs ofl. skemmtilegt og umhugsunarvert.

Hestadómarinn!

Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.

Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í hvað og hvernig hestar eru metnir og einnig er gott að öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breytum hópi fólks.

Landsmót 2014 verður á Gaddstaðaflötum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur ákveðið að Landsmót 2014 verði á Gaddstaðaflötum við Hellu og 2016 verði það á Vindheimamelum í Skagafirði.

Bókin Hrossaræktin 2011 til félaga í FH

Allir félagsmenn í Félagi hrossabænda fá eintak af bókinni Hrossaræktin 2011 sér að kostnaðarlausu. Aðildarfélög FH hafa fengið bókina afhenta og munu sjá um dreifingu. Félagar í Hrossaræktarsamtökum Suðurlands geta fengið bókina afhenta hjá Höllu Eygló Sveinsdóttur á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands, Austurvegi 1 á Selfossi.

Auðsholtshjáleiga ræktunarbú ársins í fimmta sinn

Á ráðstefnunni Hrossarækt 2011 sem fram fór á Hótel Sögu í dag hlaut Auðsholtshjáleiga í Ölfusi viðurkenningu sem hrossaræktarbú ársins. Í Auðsholtshjáleigu búa þau Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarsson ásamt börnum sínum, þeim Þórdísi Erlu og Eyvindi Hrannari.
Þetta er í fimmta sinn sem búið hlýtur þessa viðurkenningu en að þessu sinni var árangurinn ekki af verri endanum. Þannig voru 20 hross frá búinu sýnd í ár með meðaladlurinn 5,35 ár, 8,01 í aðaleinkunn auk þess sem þrjár efstu heiðursverðlaunahryssur ársins koma frá búinu. Það eru þær Gígja, Trú og Vordís. Þá hampaði stóðhesturinn Gári frá Auðsholtshjáleigu Sleipnisbikarnum á landsmótinu sl. sumar, stóð þar efstur heiðursverðlaunastóðhesta. Enn fremur má telja til að Arnoddur frá Auðshltshjáleigu stóð efstur í sínum flokki á heimsmeistaramótinu í Austurríki.

Umsóknir lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.

Verkefni sjóðsins eru:
Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum.

Fjórtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2011

Fagráð í hrossarækt hefur tilnefnt fjórtán bú til ræktunarverðlaunanna í ár. Búin eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

back to top