Landsmót 2014 verður á Gaddstaðaflötum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur ákveðið að Landsmót 2014 verði á Gaddstaðaflötum við Hellu og 2016 verði það á Vindheimamelum í Skagafirði.
Í framhaldinu verður gengið til samninga við Rangárbakka ehf. sem rekur mótssvæðið á Gaddstaðaflötum við Hellu og fyrir Landsmót 2016 við Gullhyl sem rekur svæðið á Vindheimamelum.


back to top