Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Ölfushöllinni

Árleg ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður laugardaginn 7. apríl 2012 í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í tengslum við Stóðhestaveislu Hrossaræktar.is. Fyrirkomulag ungfolasýningarinnar verður með svipuðu sniði og í fyrra. Starfandi kynbótadómarar munu taka út folana bæði fyrir sköpulag og hreyfingu. Sköpulagsmat hefst kl. 13:00 en sýningin kl. 15:30. Dómarar raða efstu fimm folunum í hvorum flokki. Áhorfendur velja síðan einnig álitlegasta folann í hverjum flokki. Efstu dómaravöldu folarnir úr hvorum flokki munu koma fram á stóðhestaveislu Hrossaræktar.is um kvöldið. Rétt til þátttöku eiga folar fæddir árið 2009 og 2010.

Hestarnir verða annaðhvort að vera járnalausir eða járnaðir kynbótajárningu.  Ekki er heimilt að mæta með fola járnaða eingöngu á framfótum.   Umráðamenn folanna geta fengið leigðar stíur hjá staðarhöldurum.  Rétt til þátttöku eiga folar fæddir árið 2009 og 2010. 

Síðasti skráningardagur er sunnudagur 1. apríl n.k. Skráningargjald er 3.500 kr fyrir félagsmenn en 4.000 kr fyrir aðra. Skráningargjald greiðist á sýningarstað með reiðufé.  Hægt er að senda mynd af folunum sem mun þá birtast í sýningaskrá.  Tekið er við skráningu á sýninguna í síma 899 8180 eða á netfangið stangarlaekur@gmail.com


Félagsmenn og aðrir áhugamenn um hrossarækt eru hvattir til að mæta á þennan árlega viðburð og berja ræktunarstjörnur framtíðarinnar augum. 
Frítt inn fyrir alla.


back to top