Ýmsar mælingar á korni
Landbúnaðarháskólinn (áður Rannsóknastofnun landbúnaðarins) hefur mörg undanfarin ár gert ýmsar rannsóknir á byggyrkjum auk þess sem starfsfólk stofnunarinnar hefur þróað ný byggyrki sem hentað geta íslenskum aðstæðum betur en erlend yrki. Má segja að þar hafi verið unnið mikið þrekvirki sem bændur eru rétt að byrja að njóta ávaxtanna af.
Jónatan Hermannsson hefur tekið saman og birt eftirfarandi töflu sem er meðaltal 20 tilrauna á árunum 2002 – 2004. Taflan er úr grein Jónatans um Kríu – nýtt byggyrki frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, en greinin birtist í ráðstefnuriti Fræðaþings landbúnaðarins 2005. Greinina í heild sinni má finna með því að smella hér.
Ýmsar mælingar á korni | |||||
Yrki | Þúsundkorn | Rúmþyngd | Þurrefni við skurð | Skrið | |
Kría | 2r | 38 | 680 | 65 | 14 |
Skegla | 2r | 40 | 670 | 66 | 11 |
Filippa | 2r | 44 | 660 | 59 | 19 |
Rekyl | 2r | 39 | 650 | 58 | 20 |
Saana | 2r | 37 | 620 | 59 | 22 |
Ven | 6r | 34 | 640 | 61 | 21 |
Olsok | 6r | 33 | 580 | 67 | 17 |
Arve | 6r | 34 | 590 | 66 | 13 |
Þúsundkornaþyngdin gefur hugmynd um stærð kornsins og rúmþyngdin segir til um þéttleika kornsins í hverjum rúmmeter. Þurrefnishlutfall við skurð er mælikvarði á fljótan þroska og gefur t.d. hugmynd um hvað mörg kíló af vatni þurfi að fjarlægja ef þurrka á kornið.