Kornskurður

Þresking 
Við kornslátt og þreskingu skiptir miklu máli hvert rakastig kornsins er. Yfirleitt vinna þreskivélar verr við mjög rakt korn. Kjörrakastig er 15-20% en það er sjaldan sem hægt er að ná svo þurru korni hérlendis. Oft eru menn að þreskja korn með 30-50% raka hér. Veðrátta ræður miklu um kornskurðinn. Viðmiðunarregla er að skera megi korn hvenær sem úrkoma síðustu 24 klst. er minni en 1,4 mm.
Eigi að votverka kornið ætti að reyna að ná því með ekki meira en 40% raka en þannig má stemma stigu við óþarflega mikilli gerjun.

Stillingar þreskivéla
Réttar stillingar eru lykilatriði til að fullnýta afkastagetu þreskivéla án þess að korntapið verði of mikið. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar framleiðanda um notkun velarinnar. Í töflunni hér á eftir er farið gróflega yfir nokkrar mikilvægustu stillingar þreskivélar, hvernig röng stilling lýsir sér og hvernig hægt er að bregðast við. Viðmiðunartölur um hraða þreskivélar, bil þreskihvelfu, opnun sálda og loftblástur, fyrir hverja korntegund, er oftast að finna í þreskivélunum sjálfum, t.d á miða í glugganum.
Stilliatriði Afleiðing/einkenni Viðbrögð/stilling
Hraði þreskivélar
– of mikill Hálmstubbum fjölgar í korninu.
Skaðað korn kemur í korntank.
Byrja með lítinn hraða, auka
þar til þresking verður góð.
– of lítill Léleg þresking (heil öx í gegn). Samspil við bil þreskihvelfu.
Þreskihvelfa
– skökk Ójafnt álag Sama bil báðum megin.
-of þröng Hálmstubbum fjölgar í korninu.
Skaðað korn kemur i korntank.
Byrja með mikið bil, minnka
þar til þresking verður góð.
-of víð Léleg þresking (heil öx í gegn). Samspil við hraða þreskivélar.
Sáld
– of lítið opin Korntap, of mikið álag á hratsnigil
(retur), rusl kemur í gusum úr
hreinsiverkinu.
Byrja með mikið opið, minnka þar
til hreinsun verður góð.
– of mikið opin Óhreint korn kemur í korntank.  
Loftblástur
– of lítill Korntap, mikið álag á hratsnigil
(retur), rusl kemur í gusum úr
hreinsiverkinu, rusl kemur í 
korntank.
Byrja með mikinn loftblástur,
minnka þar til hreinsun verður
góð.
– of mikill Korn tapast aftur úr hreinsiverki.  
Ökuhraði
– of mikill Korn í hálmi, hálmur í hrúgum,
rusl kemur í korntank.
Svo lengi sem loftblástur og sáld
eru stillt með tilliti til ökuhraða og
uppskeru, er oftast í lagi að aka
nokkuð greitt.
– of lítill Minni afköst, rusl í korntank. Eðlilegur hraði: 4-8 km/klst.
Ath! Best er að breyta bara einni stillingu í einu til að geta fylgst með því hvaða áhrif hver breyting hefur.

Höf. Lárus Pétursson, Bútæknideild Rala.

back to top