Snjóflóð féll í Mýrdal í gærkvöldi

Snjóflóð féll við bæinn Garða í Reynishverfi í Mýrdal í gærkvöldi, færði traktor og bíl úr stað og reif niður girðingar. Íbúðarhúsið var rýmt í kjölfarið og gista ábúendur annars staðar. Snjóflóðahætta er enn við bæinn og einnig við bæinn Lækjarbakka í sömu sveit.

Félag kúabænda á Suðurlandi minnir á…

…á árshátíð Landsambands kúabænda sem haldin verður á Hótel Sögu laugardaginn 27. mars n.k. Miða og herbergjapantanir eru í síma 525 9930 eða á sales.saga.reykjavik@radissonsas.com

Lagt til að gerður verði samningur um starfsskilyrði svínaræktar

Lagt er til að ríkið geri samning við svínabændur um starfsskilyrði greinarinnar, í skýrslu starfshóps um eflingu svínaræktar. Jafnframt er varað við samþjöppun framleiðslunnar og vakin athygli á því að unnt er að margfalda notkun byggs við framleiðslu svínakjöts.
Erfiðleikar eru í svínaræktinni um þessar mundir og afkoma framleiðenda slæm. Miklar sveiflur hafa verið í framleiðslunni á undanförnum árum og þótt neyslan hafi aukist hafa komið tímabil mikillar offramleiðslu. Verð hefur lækkað og framleiðendur orðið gjaldþrota.

Stofnfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi á laugardaginn

Laugardagskvöldið 27. febrúar verður haldinn stofnfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi, F.U.B.S., í Árhúsum á Hellu og hefst fundurinn kl. 20.30.
Samtök ungra bænda voru stofnuð þann 23. október á síðasta ári. Stofnfundurinn fór fram í Dalabúð fyrir vestan og skráðu rúmlega 100 manns sig sem stofnfélaga.
Helstu markmið samtakanna er að greiða fyrir og efla nýliðun í landbúnaði, bæta ímynd landbúnaðarins, efla og styrkja íslenskan landbúnað, efla félagsstarf meðal ungra bænda og standa vörð um menntun og rannsóknarstarf í landbúnaði.

Óska eftir úrræðum fyrir bændur

Einar Kr. Guðfinnsson og Guðlaugur Þór Guðlaugsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa sent formönnum Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og Viðskiptanefndar bréf og óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna þar sem farið verði yfir skuldamál í landbúnaði og þau úrræði sem standi bændum til boða.

Gengislán dæmd óheimil

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla en maður á Akureyri var sýknaður af kröfu Lýsingar hf. vegna eftirstöðva af bílaláni. Lánið var veitt í íslenskum krónum og bundið dagsgengi erlendra mynta.
Í dómsorði segir m.a.: „Viðskiptaráðherra skipaði árið 2000 nefnd til að endurskoða vaxtalög nr. 25/1987 og lagði fram frumvarp á 126. löggjafarþingi sem varð að lögum nr. 38/2001. Í almennum athugasemdum með frumvarpinu segir: „Þær breytingar sem lagðar eru til að gerðar verði á verðtryggingarkafla vaxtalaga eru eftir farandi: Heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla eru felldar niður …“

Sauðfjárbændur í Árnessýslu

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu verður haldinn í Þingborg föstudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.30 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, kemur á fundinn og segir frá starfsemi samtakanna.
Margrét Ingjaldsdóttir ráðunautur segir frá og sýnir myndir úr námsferð frá Noregi og Svíþjóð. Þar heimsótti hún meðal annars sel, fjárhús með áhugaverðu gjafakerfi, ostaframleiðslu o.fl.

Worldfengur viðurkenndur af ESB sem rafrænn hestapassi

Farið var þess á leit við Evrópusambandið að gagnagrunnurinn WF, með lyfjaskráningum, yrði viðurkenndur sem rafrænn hestapassi. Sú viðurkenning hefur nú fengist og mun liðka fyrir útflutningi á reiðhestum, kynbótahrossum og hrossakjöti. Engin fordæmi eru fyrir rafrænum hestapassa innan ESB og má segja að WF hafi rutt brautina.

Norðlægur stuðningur er sjónhverfing

„Tal um stuðning ESB við svokallaðan norðlægan landbúnað er sjónhverfing. Við teljum að ekkert sé þar á bak við“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Samtökin hafa unnið að athugun á afleiðingum þess fyrir íslenskan landbúnað ef Ísland gengur í Evrópusambandið, meðal annars með fundum með samningamönnum Finna.
Haraldur segir að Finnar hafi fengið heimild til þess, með samningunum við ESB, að skilgreina hluta landbúnaðarins sem norðlægan og styrkja hann sérstaklega, þar til Evrópusambandið ákvæði annað. Stuðningurinn sé alfarið á kostnað finnskra skattgreiðenda. „Samkvæmt öllum reglum ESB stenst það ekki að einhver hluti landsvæðis þess fái sérmeðferð, það eiga allir að vera jafnir.“

Fjölbreytt námskeið fyrir kúabændur

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir kúabændur hér sunnanlands í febrúar og mars n.k. Eftirtalin námskeið verða í boði:
* Mjaltaþjónar og bætt mjólkurgæði, Árhúsum, 15. mars 2010 
* Nýting belgjurta til að auka frjósemi og afurðargetu jarðvegs, Hótel Heklu, Skeiðum 23. feb. 2010
* Láttu nautgripunum líða vel og þér líka!, Stóra Ármóti, 2. mars 2010

Sjóðir í vörslu landbúnaðarráðuneytisins

Í desember s.l. lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, alþm., fram svohljóðandi fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sjóði í vörslu ráðuneytisins:
1. Hver eru verkefni fóðursjóðs, búnaðarsjóðs, garðávaxtasjóðs og verðmiðlunar landbúnaðarvara?
2. Hversu mikið fjármagn höfðu þessir sjóðir til ráðstöfunar árin 2007, 2008 og 2009 og hversu mikið er áætlað að þeir hafi 2010?
3. Kemur til greina að mati ráðherra að leggja sjóðina niður eða færa þá til greinanna sjálfra?

Engin áform um að breyta um landbúnaðarstefnu

Ríkisstjórnin hefur ekki sett fram neinar áætlanir um að breyta um stefnu í landbúnaðarmálum. Þetta kemur m.a. fram í svörum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við spurningum Evrópusambandsins um landbúnað í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB.
Þýðing á svörunum hefur verið birt á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, en Jón Bjarnason markaði þá stefnu á síðasta ári að þýða bæði spurningar og svör ráðuneytisins yfir á íslensku. Þýðing á svörum um sjávarútveginn verður birt fljótlega.

Sunnlenskir kúabændur vilja eyða óvissu um markaðssetningu mjólkur utan greiðslumarks

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í Árhúsum, Hellu 1. febrúar sl. Þórir Jónsson á Selalæk var endurkjörinn formaður félagsins en í skýrslu hans komu fram m.a. áhyggjur af stöðu bænda, bæði vegna skuldastöðu yngri bænda og eins vegna raunlækkunar á afurðaverði. Hann nefndi sem dæmi að afurðaverð á nautakjöti til bænda hefði lækkað um 28% á 12 árum og þá hefði engin hækkun komið til á mjólkurverði til bænda á liðnu ári þó veruleg hækkun hafi orðið á nær öllum aðföngum á sama tíma.

Hægt að fjórfalda byggræktun

Rök hníga að því að fjórfalda megi byggræktun hér á landi, að sögn Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra á Korpu og lektors við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Áætlað er kornræktin hafi skilað um 16 þúsundum tonna uppskeru í ár, að langmestu leyti byggi. Fjórföldun þess þýðir yfir 60 þúsund tonna framleiðslu.
Framleiðslan samsvarar öllum innflutningi á byggi að viðbættum hluta þess fóðurhveitis sem gefið er svínum. Auk þess er reiknað með að bæta megi fóðrun nautgripa með aukinni notkun fóðurkorns.

Reyna að fá erlenda minkaræktendur til landsins

Fjárfestingarstofa undirbýr kynningu á Íslandi sem minkaræktarlandi, sem verður komið á framfæri við minkaræktendur á Norðurlöndum og í Hollandi.
Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu Íslands, segir að Íslendingar standi sig vel í minkaræktinni. Hér séu framleidd góð skinn sem seljist fyrir hátt verð, rekstrarkostnaður búanna sé tiltölulega lítill og mikið til af hráefni og ónýttri afkastagetu í fóðurstöðvum.

Eiga 45 jarðir víða um land

Landsbanki Íslands er stærsti eigandi fyrirtækisins Lífsvals sem á 45 jarðir víða um land. Bankinn eignaðist hlut í félaginu við stofnun þess 2002. Bankinn er líka stærsti lánardrottinn félagsins, en það skuldaði í árslok 2008 um þrjá milljarða króna. Fyrirtækið tapaði á síðasta ári um 1,2 milljörðum króna. Bókfærðar eignir félagsins nema 5,2 milljörðum.
Á síðustu árum hafa orðið til nokkur félög sem kaupa og selja bújarðir. Stærst þessara félaga er Lífsval. Fyrirtækið er í eigu nokkurra einstaklinga. Stærsti eigandinn er hins vegar Landsbanki Íslands með 19% hlut. Bankinn kom inn í félagið við stofnun þess árið 2002 og hefur því verið fjárhagslegur bakhjarl þess frá upphafi. Skuldir Lífsvals við Landsbanka Íslands í árslok 2008 námu rúmlega 2,4 milljörðum króna.

Stjórnvöld anda ofan í hálsmál BÍ ef ESB ber á góma

Í fyrradag ræddi Björn Bjarnason, fyrrv. ráðherra, við Harald Benediktsson, formann Bændasamtaka Íslands, í þætti sínum á ÍNN. Samtalið snerist einkum um aðlögunarviðræðurnar við Evrópusambandið. Fram kom hjá Haraldi að Bændasamtökin hafa aflað sér uppllýsinga um landbúnaðarstefnu ESB með markvissum hætti allt frá árinu 2003 og menn því nokkuð vel undirbúnir þar á bæ. Hann sagði jafnframt að Bændasamtökin taki þátt aðildarferlinu með þátttöku í vinnuhópum samninganefndarinnar en jafnframt stæðu samtökin að sjálfstæðri gagnöflun.

Hyggst virkja Skaftá og reisa fóðurverksmiðju

Virkjun Skaftár í landi Skálar á Síðu er á teikniborðinu og stefnt að því að framkvæmdir fari á fullt á næsta ári. Samhliða er áformað að reisa fóðurverksmiðju fyrir fiskeldi, sem nýti orkuna.
Skaftá er í röð tíu vatnsmestu fljóta landsins en nú þegar hugmyndir, um að veita henni úr farvegi sínum á hálendinu vestur yfir til Tungnár- og Þjórsárvirkjana, virðast úr sögunni er eigandi Skálar, Þórarinn Kristinsson, langt kominn með undirbúning að virkjun hennar við bæinn. Hann segir stefnt að 4 megavatta rennslisvirkjun og rannsóknir, teikningar og leyfi séu komin vel af stað.

Litir hrossa og erfðir á þeim

Við minnum á fræðslukvöld sem Landbúnaðarháskóli Íslands og Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir í félagsheimili Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, miðvikudagskvöldið 13. janúar nk. frá kl. 19.45 til kl. 22.00.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna.

Margbrotið félagskerfi

Í Morgunblaðinu í dag er að finna grein eftir Egil Ólafsson, blaðamann, þar sem velt er upp ýmsum grundvallarspurningum er varða félagskerfi bænda, fjármögnun þess og ráðgjafarþjónustunnar og búnaðargjald. Greinin er fróðleg lesning og fer hér á eftir:

back to top