Sauðfjárbændur í Árnessýslu

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu verður haldinn í Þingborg föstudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.30 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, kemur á fundinn og segir frá starfsemi samtakanna.
Margrét Ingjaldsdóttir ráðunautur segir frá og sýnir myndir úr námsferð frá Noregi og Svíþjóð. Þar heimsótti hún meðal annars sel, fjárhús með áhugaverðu gjafakerfi, ostaframleiðslu o.fl.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Allir velkomnir.

Stjórnin


back to top