Stofnfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi á laugardaginn

Laugardagskvöldið 27. febrúar verður haldinn stofnfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi, F.U.B.S., í Árhúsum á Hellu og hefst fundurinn kl. 20.30.
Samtök ungra bænda voru stofnuð þann 23. október á síðasta ári. Stofnfundurinn fór fram í Dalabúð fyrir vestan og skráðu rúmlega 100 manns sig sem stofnfélaga.
Helstu markmið samtakanna er að greiða fyrir og efla nýliðun í landbúnaði, bæta ímynd landbúnaðarins, efla og styrkja íslenskan landbúnað, efla félagsstarf meðal ungra bænda og standa vörð um menntun og rannsóknarstarf í landbúnaði.

Allt ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára getur orðið aðilar að samtökunum, ekki er skilyrði að vera starfandi bóndi, einungis að hafa áhuga á málefnum landbúnaðar og landsbyggðarinnar.
 Eitt af fyrstu verkum nýrra samtaka er að stofna landshlutadeildir og stendur það til núna hér á Suðurlandi.


Dagskrá stofnfundar


1) Fundarsetning
2) Kjör starfsmanna fundarins
a) Fundarstjóri
b) Fundarritari
3) Lög F.U.B.S. kynnt og borin upp til samþykktar.
4) Kosningar
a) 3 í aðalstjórn.
b) 3 í varastjórn.
c) 2 skoðunarmenn.
5) Tillögur og ályktanir til aðalfundar kynntar og bornar upp til samþykktar.
6) Önnur mál.
7) Fundarslit


Í tilefni fundarins verður farið í spurningakeppni þar sem hver sýsla hefur kost á að senda eitt lið (skipað 3 einstaklingum) sem sinn fulltrúa. Sigurvegarinn fær heiðursnafnbótina Skarpasta unga sýsla Suðurlands 2010. Einnig er vakinn athygli á því að Ásmundur Einar Daðason, þingmaður og bóndi, mun ávarpa fundinn.Húsið opnar kl. 20 og er opið til kl. 01.00. Hægt verður að kaupa léttar veitingar á meðan fundinum stendur.


Undirbúningsnefnd


 


back to top