Frumbýlingastyrkir í sauðfjárrækt

Við vekjum athygli á því að auglýst hefur verið eftir umsóknum um frumbýlingastyrki í sauðfjárrækt fyrir árið 2013. Úmsóknarfrestur er til 1. mars 2013.
Samkvæmt samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar skal árlega verja fjármunum til nýliðunar í stétt sauðfjárbænda, í formi styrkja til bústofnskaupa, bæði til frumbýlinga og við ættliðaskipti á bújörðum. Fjármunirnir eru hluti af liðnum “Nýliðunar- og átaksverkefni” í samningnum og miðast við 43,75% af fjárhæð hans eins og hún er hverju sinni.

Sjá nánar:
Reglur um úthlutun bústofnskaupastyrkja til frumbýlinga
Umsóknareyðublað 2013


Frumbýlingastyrkir í sauðfjárrækt

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt skv. ákvæðum núgildandi sauðfjársamnings. Reglur um úthlutun og umsóknareyðublöð er að finna á www.bondi.is en skila ber umsóknum til BÍ fyrir 1. mars næstkomandi.
(meira…)


back to top