Breytingar á mjólkursamningi samþykktar af kúabændum

Tilkynnt hefur verið um niðurstöður í almennri kosningu meðal kúabænda um breytingar á samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar. Á kjörskrá voru 1.229, greidd atkvæði voru 443 og var þátttaka í atkvæðagreiðslunni því 36%. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 386, eða 87,1%. Nei sögðu 49, eða 11,1%. Auðir seðlar voru 8, eða 1,8%.
Breytingarnar á mjólkursamningnum, sem undirritaðar voru 28. september sl. voru því samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í framhaldi af þessari atkvæðagreiðslu verða breytingarnar teknar til afgreiðslu á Alþingi.


back to top