Ullarskráning opin á ný

Ístex hefur opnað fyrir ullarskráningu á vef sínum að nýju. Fyrirtækið biður bændur velvirðingar á því að ekki hafi verið hægt að skrá ullarinnlegg á vef fyrirtækisins. Ástæðan er m.a. að ekki hafa náðst samningar við Bændasamtökin um óbreytt fyrirkomulag á ullarsöfnun. Þá er einnig ljóst að breytingar verða á fyrirkomulagi ullarniðurgreiðslna sem mun leiða til breytingar á uppgjöri vegna ullarviðskipta.

Því hefur ekki verið sett inn verð fyrir einstaka flokka en nú er hægt að skrá innlagt magn á vef Ístex.


Um leið og gengið hefur verið frá samningum um ullarsöfnun og uppgjör verður gefin út verðskrá og hún uppfærð á þær skráningar sem komnar eru.


back to top