Bilaður olíuhitari drap 3.500 fugla

Talið er að bilun í olíuhitara hafi orsakað brunann í eldissal á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu í gærkvöldi. Í salnum voru 7.800 kjúklingar og drápust um 3.500 af þeim, flestir vegna reyksins en eldur var ekki mikill. Lögreglan rannsakaði eldissalinn í morgun og að rannsókninni lokinni tók við hreinsunarstarf.

Olíuhitarinn var staðsettur í horni hússins við fremri inngang. Þegar eldurinn kom upp flúðu fuglarnir innst í húsið og þegar eldurinn uppgötvaðist voru 4.000 fuglar fluttir burt.


Ekki liggur fyrir hversu mikið fjárhagslegt tjón er af brunanum en töluverðar skemmdir eru á húsinu sem verður að auki ónothæft í nokkra mánuði.


back to top