Auðholtshjáleiga ræktunarbú ársins 2008

Á uppskeruhátíð hestamanna um síðustu helgi var tilkynnt um val ræktunarbús ársins 2008. Að þessu sinni varð Auðsholtshjáleiga í Ölfusi fyrir valinu en þetta er í fjórða sinn sem búið verður þessa heiðurs aðnjótandi en búið var fyrir valinu 2006, 2003 og 1999. Á árinu voru sýnd 21 hross frá búinu til 1. verðlauna og kom efsti hestur í flokki stóðhesta 7 v. og eldri á Landsmóti frá Auðsholtshjáleigu.

Hjónin Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir tóku við verðlaununum ásamt börnum sínum þeim Þórdísi Erlu og Eyvindi Hrannari.

Á uppskeruhátíðinni voru einnig valdir knapi, skeiðknapi, íþróttaknapi og efnilegasti knapi ársins.


Knapi ársins var valinn Þórður Þorgeirsson, skeiðknapi ársins Sigurður Sigurðarson, íþróttaknapar ársins Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Viðar Ingólfsson og Teitur Árnason var valinn efnilegasti knapi ársins.
 


back to top