Viðskiptaáætlanir

Viðskiptaáætlun er skýrsla sem unnin er þegar búið fer út í fjárfestingar, hvort sem að það eru kvótakaup, jarðakaup, nýbygging/endurbætur eða endurfjármögnun. Skýrslan inniheldur upplýsingar úr rekstri búsins og þar er að finna eftirfarandi:


  • Rekstrargreining
  • Rekstraráætlun
  • Ársreikningur
  • Þinglýsingarvottorð
  • Verðmætamat
Rekstrargreiningin byggir á bókhaldi búsins, þ.e. ársreikningi og skýrsluhaldi nautgriparæktar. Einkum er horft á tekjur og gjöld á hvern lítra og fundnir veikir og sterkir þættir í rekstrinum. Rekstur búsins er settur upp á myndrænan og auðskiljanlegan hátt.

Að lokinni rekstrargreiningu er gerð rekstraráætlun til 5-6 ára sem tekur mið af framleiðsluaðstöðu, endurnýjunarþörf og rekstrarmarkmiðum með hliðsjón af niðurstöðum rekstrargreiningarinnar. Áætlunin er endurskoðuð árlega og á því alltaf að gilda fyrir a.m.k. 5 næstu ár. Rekstraráætlun er mjög gott tæki til að sjá hvernig búreksturinn breytist náist sett rekstrarmarkmið. Þá er áætlunin gott tæki til að sjá hvernig búreksturinn er í stakk búinn til að greiða af núverandi skuldum eða hvort og þá hvernig og hvort hann stendur undir fyrirhugaðri fjárfestingu. Ef rekstraraðili er með bókhaldið í dkBúbót er ársreikningur síðustu tveggja ára inni í viðskiptaáætluninni.

Þinglýsingarvottorð
sem sýnir hvaða lán eru þinglýst á viðkomandi jörð fylgir einnig með. Að lokum gerir BSSL óformlegt verðmætamat á eigninni í heild til þess að finna raunverulegt veðsetningarhlutfall.

Viðskiptaáætlun
er nauðsynlegt tæki til þess að styrkja sína stöðu þegar farið er út í hvers konar fjárfestingar. Vel útfærð viðskiptaáætlun setur skipt sköpum varðandi fyrirgreiðslu, vaxtakjör og framtíðaráætlanir rekstursins.

back to top