Verðmætamat

Búnaðarsamband Suðurlands tekur að sér að gera óformlegt verðmætamat á jörðum í tengslum við fjárfestingar. Að öllu jöfnu er eignaliðurinn í efnahagsreikningi bænda stórlega vanáætlaður. Stærstu liðir þar eru greiðslumark og jörð. Þá eru oft einhver hlunnindi á jörðinni sem gefa tekjur eða gætu gefið tekjur í framtíð.

Verðmætamat er mjög gagnlegt til að finna raunverulegt veðsetningarhlutfall jarðarinnar því veðsetningin er eitt þeirra atriða sem tekið er tillit til við ákvörðun um fyrirgreiðslu og vaxtakjör.

back to top