Kynbótasýning í Hafnarfirði

Vegna dræmrar skráningar á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði sem átti að hefjast í næstu viku hefur verið ákveðið að framlengja skráningafrest til föstudagsins 27. apríl. Sýningin mun því ekki hefjast fyrr en í vikunni 7. til 11 maí. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað sýningin stendur í marga daga því það fer allt eftir þátttöku. Tekið er við skráningum á skrifstofu Búnaðarsambandsins í síma 480-1800 og á heimasíðunni www.bssl.is. Á sömu heimasíðu verður röðun hrossa birt þegar búið er að raða niður á dagana, þar má einnig sjá allar reglur í sambandi við kynbótasýningar.

Sýningargjald á hvert hross er 18.500 kr. Ef hross er einvörðungu skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm er sýningargjaldið 13.500 kr. Það er nauðsynlegt að geta þess um leið og hrossið er skráð að það eigi einungis að mæta í byggingardóm eða hæfileikadóm, ef það er ekki gert er litið svo á að það eigi að fara í fullnaðardóm. Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok síðasta skráningardags er viðkomandi hross ekki skráð í mót. Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1 á Selfossi eða inn á reikning  nr. 0152-26-1618, kt. 490169-6609. Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun til Búnaðarsambandsins, faxnúmerið er 480-1818. Mjög brýnt er að merkja greiðslu með númeri og nafni hrossins. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is. Hægt er að greiða sýningargjöld með kreditkorti. Endurgreiðsla á sýningargjöldum kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu. Þannig ef sýning hefst á mánudegi þarf að vera búið að afskrá hrossið á föstudegi fyrir lokun skrifstofu. Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða heldur einungis 11.000 kr. fyrir hross sem hefur verið skráð í fullnaðardóm en 8.000 kr. fyrir þau hross sem hafa einungis verið skráð í byggingar- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er hægt að framvísa læknisvottorði til að fá endurgreiddan hluta af sýningargjaldi.

Rétt er að minna á eftirfarandi:
1. Allir stóðhestar sem koma til dóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra, s.s. þess er krafist að allir stóðhestar hafi sannað ætterni.

2. Allir stóðhestar 5 vetra og eldri sem koma til dóms þurfa að skila inn vottorði  um að úr þeim hafi verið tekið blóðsýni. Ekki þarf að framvísa vottorði fyrir hesta sem þegar liggur fyrir í WF að búið er að taka blóð úr.

3. Röntgenmynda skal hækla stóðhesta. Röntgenmyndirnar er heimilt að taka af hestinum á því ári sem þeir verða fimm vetra. Hestur hlýtur ekki dóm nema myndataka hafi farið fram og niðurstöður liggi fyrir í WorldFeng.


Aðrar sýningar í umsjón Búnaðarsambands Suðurlands eru:
Brávellir á Selfossi dagana 14. til 25. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 2. til 4. maí

Héraðssýning Gaddstaðaflötum dagana 29. maí  til 8. júní
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 15. til 18. maí


Búnaðarsamband Suðurlands


back to top