Fosfórinnihald einnar áburðartegundar undir leyfðum vikmörkum

Við eftirlit Matvælastofnunar mældist áburðartegundin Sprettur 12-18-15+Avail, sem er ein þeirra áburðartegunda sem Skeljungur flytur inn, með fosfórinnihald undir leyfðum vikmörkum.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að Skeljungi hf. er því ekki heimilt að dreifa áburðinum til notenda, nema að fyrirtækið endurmerki Sprett 12-18-15+Avail eða upplýsi kaupendur áburðartegundarinnar um þau frávik sem greindust í þessum áburði svo óyggjandi sé.

Matvælastofnun hefur einnig mælt kadmíum-innihald í áburði frá Skeljungi en í fyrra sýndu mælingar kadmíum-innihald yfir leyfilegum mörkum. Matvælastofnun tók sýni af eftirfarandi 9 áburðartegundum: Sprettur 12-12-20+B+Avail, Sprettur 26-13, Sprettur 16-15-12, Sprettur 20-10-10+Avail, Sprettur 12-18-15+Avail, Sprettur 22-7-6+Se, Sprettur 20-12-8+Se, Sprettur DAP og Sprettur 27-6-6. Niðurstöðurnar sýna að kadmíum (Cd) í áburðinum er undir 5 mg á kg fosfórs (P) og því vel neðan við leyfilegt hámark.


back to top