Breytingar á reglum um gæðastýrt skýrsluhald

Nýjar reglur um gæðastýrt skýrsluhald tóku gildi nú um áramótin. Tvær breytingar eru á reglunum frá því sem áður hefur verið.
1. Greiðslur fyrir gæðastýrt skýrsluhald eru nú greiddar út fjórum sinnum á ári (ársfjórðungslega) en áður voru greiðslurnar þrjár (ársþriðjungslega
2. Gerð er krafa um tvær kýrsýnatökur á hverjum ársfjórðungi en áður var krafa um eina kýrsýnatöku.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir tímabil, kröfur um skil og kýrsýnatökur á hverju tímabili og greiðslumánuði ársins 2013. Gert er ráð fyrir að greitt sé út fyrsta virka dag greiðslumánaðar.
Yfirlit yfir skiladaga og kýrsýnatökur verðlagsársins 2013


Tímabil


Mánuður


Síðasti skiladagur skýrslu


Fjöldi kýrsýna


Greiðslumánuður


Fyrsti ársfjórðungur


Janúar


10. febrúar


2 sýni


Maí


Febrúar


10. mars


Mars


10. apríl


Annar ársfjórðungur


Apríl


10. maí


2 sýni


Ágúst


Maí


10. júní


Júní


10. júlí


Þriðji ársfjórðungur


Júlí


10. ágúst


2 sýni


Nóvember


Ágúst


10. september


September


10. október


Fjórði ársfjórðungur


Október


10. nóvember


2 sýni


Febrúar 2014


Nóvember


10. desember


Desember


10. janúar 2014


Vinsamlegast hafið samband við ráðunaut ef spurningar vakna.


back to top