Opið hús í verslunum Fóðurblöndunnar

Fóðurblandan verður með opið hús í verslunum sínum á Suðurlandi miðvikudaginn 23. nóvember á Selfossi og fimmtudaginn 24. nóvember á Hvolsvelli. Báða dagana verður opið til kl 21:00 – kynning byrjar kl. 15:00
Boðið verður upp á léttar veitingar auk þess sem frábær tilboð verða báða dagana og nýjar vörur kynntar.
Meðal annars :
– Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur verður til svara um föðurblöndur – bændur eru hvattir til að hafa niðurstöður heysýna meðferðis.
– Áburðartegundir 2012 undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar kynntar.
– Ný vörutegund, LIFELINE steinefnastampar og kurl með sérvöldum snefil-steinefnum og vítamínum. Fyrir kelfdar kýr og ófædda kálfa. Fulltrúi frá framleiðenda vörunnar kemur til landsins af því tilefni. 10% auka afsláttur verður á öllum steinefnastömpum Fóðurblöndunnar að því tilefni.
– Kynning og tilboð á vörum frá DeLaval – tæknilausnir kynntar.
– Mjólkursamsalan kynnir íslenska framleiðslu á kálfafóðri.
– Nýja matreiðslubókin „Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu“ verður á sérstöku kynningartilboði. Bók þar sem bændur koma við sögu!
– Gæludýrafóður í smápakkningum verður kynnt – nýjung frá Fóðurblöndunni.
– Nýjung – ostakubbar frá MS til smökkunar!
– Kuldagallar og kuldagallar á afslætti – Þvottaefni frá DeLaval á 10% auka afslætti.
– Rýmingarsala – vinnuhanskar á 149 kr .


back to top