Haustfundir sauðfjárræktarinnar hefjast í dag

Hinir árlegu haustfundir sauðfjárræktarinnar hefjast í dag en fyrsti fundurinn hefst kl. 14.30 í Þingborg. Alls verða haldnir fjórir fundir í dag og á morgun. Til umfjöllunar á fundunum verða hauststörfin, hrútakostur Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands kynntur og farið yfir starfsemi stöðvarinnar. Nýtt kynningarmyndband um Sauðfjársæðingastöðina verður sýnt auk þess sem nýútkominni hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna verður dreift. Þá verða hæst dæmdu hrútar haustsins verðlaunaðir. Fundað verður á eftirtöldum stöðum:

Miðvikudaginn 23. nóvember:
Félagsheimilinu Þingborg …………………………. kl. 14:30
Félagsheimilinu Heimalandi …………………….. kl. 20:00


Fimmtudagurinn 24. nóvember:
Hótel Klaustri Kirkjubæjarklaustri …………… kl. 14:00
Hótel Smyrlabjörg ……………………………………. kl. 20:00


Léttar kaffiveitingar í boði Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands.


Sauðfjárræktarfólk er hvatt til að mæta.


back to top