Nautgriparæktarráðunautar á námskeiði

Síðustu tvo daga hafa margir af nautgriparæktarráðunautum landsins setið námskeið í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr, samkvæmt nýja fóðurmatskerfinu NorFór. Aðalkennari á námskeiðinu er norski fóðurfræðinguinn Harald Volden. Námskeiðinu lýkur í dag, miðvikudag.

Stór hluti námskeiðsins er kennsla og þjálfun í notkun á nýjum norskum hugbúnaði til áætlanagerðar og bestunar, – ,,TINE OptiFór“ – sem þróaður hefur verið í tengslum við nýja fóðurmatskerfið. Ekki liggur ljóst fyrir á þessari stundu hvenær nýja NorFor fóðurmatskerfið verður tekið upp hér á landi en um er að ræða samnorrænt fóðurmatskerfi. NorFor var tekið upp í Noregi fyrir um ári. Námskeiðið fer fram í Veiðihúsinu við Grímsá í Borgarfirði.

Af Suðurlandi fóru á námskeiðið Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur BSSL og Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóri á Stóra-Ármóti.


back to top