Dagur sauðkindarinnar í Skeiðvangi

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu hélt upp á dag suðkindarinnar í Skeiðvangi Hvolsvelli 17. október sl. Þetta er í 8. sinn sem dagurinn er haldinn og voru þar saman komnir efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru þeir dæmdir á ný.

Efstu lambhrútarnir urðu:
1. Nr. 43 frá Árbæjarhjáleigu með 89.5 heildarstig. F: Bursti 12-912. (sjá mynd Sumarliði Erlendsson, Skarði og Brynjar Gísli Stefánsson, Þjóðólfshaga halda í hrútinn).
2. Nr. 358 frá Saurbæ með 88 heildarstig. F: Babar 14-078 .
3. Nr. 11 frá Djúpadal með 88 heildarstig. F: Snævar 12-333 .
Veturgamlir hrútar:
1. 14-354 Farsæll frá Hemlu með 38.5 stig BML og 90 heildarstig F: Fannar 10-488 (sjá mynd Vignir Siggeirsson og Lovísa Herborg Ragnarsdóttir bændur í Hemlu)
2. 14-520 Fannar frá Kálfholti með 37.5 stig BML og 90 heildarstig. F: Bellman 13-193 Álfhólum.
3. 14-138 Hnökri frá Vestra Fíflholti með 37.5 BML og 89 heildarstig. F: Bekri 12-911

Gimbrar.
1. Nr. 5126 frá Austvaðsholti með 9.5 fyrir frampart 19 læri og heildarst. 47.5. (sjá mynd Helgi Benediktsson og Símon Helgi Helgason í Austvaðsholti).
2. Nr. 666 frá Teigi með 9.5 fyrir framp. 19 læri og heildarst. 46.5
3. Nr. 38 Frá Skíðbakka 1 með 9.5 fyrir framp. 19 læri og heildarst. 46.5.

Gestir völdu litfegursta lambið og var valin svartflekkótt gimbur frá Brekku í þykkvabæ (sjá mynd en Birkir Hreimur Birkisson, Brekku heldur í lambið).
Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni. 4 af 5 efstu ánum voru frá Skarði. Efsta ærin var 10-110 frá Skarði með 118.5 stig.
Veitt voru verðlaun fyrir þyngsta dilk úr sýslunni lagðan inn hjá SS nú í haust. Hann var frá Sigrúnu Brynju Haraldsdóttur Svanavatni og vó 29 kg og DU3.
Þá var útnefnt ræktunarbú Rangárvallasýslu 2014. Félagsbúið Ytri Skógum (sjá mynd Sigurður Sigurjónsson í Ytri-Skógum tók við verðlaunum).


Styrktaraðilar sýningarinnar voru Húsasmiðjan Hvolsvelli, SS sem gaf gestum kjötsúpu og fjörulæri fyrir þyngsta dilkinn. Aurasel og Fóðurblandan lánuðu grindur.
Verðlaunagripir voru útskornir af Ragnhildi Magnúsdóttur í Gígjarhólskoti og mynd máluð af Gunnhildi Jónsdóttur Berjanesi.
Í lokin voru boðin upp 2 lömb sem voru gefin til að standa undir kostnaði.
Gestir á sýningunni voru um 300.


back to top