Hrafnhildur Baldursdóttir tilraunastjóri á Stóra-Ármóti

Frá 1. sept sl var Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla Ármóti ráðinn sem tilraunastjóri að Stóra Ármóti af LbhÍ. Hrafnhildur lauk meistaranámi í fóðurfræði nautgripa frá Ási í Noregi vorið 2010. Eftir það starfaði hún m.a. við fóðurráðgjöf í Noregi og var svo ráðinn til að sinna fóðurráðgjöf hjá BSSL haustið 2011 en fór svo yfir til RML í ársbyrjun 2013.

Hrafnhildur er í 40 % starfshlutfalli fyrst um sinn og vinnur nú við undirbúning verkefnisins um áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur sem fyrirhugað er að hefjist um áramót.


back to top