7. fundur 2001

Fundargerð


Stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands.
2. nóvember 2001



Þann 2.nóv. 2001 var haldinn stjórnarfundur í Búnaðarsambandi Suðurlands í húsi á þess Selfossi. Allir stjórnarmenn mættir ásamt framkvæmdastjóra.



  1. Málefni Stóra-Ármóts


    1. Kaup á greiðslumarki. Í ljósi viðvarandi umframframleiðslu búsins undanfarandi ár var ákveðið að auka lítillega við greiðslumark búsins, eða nálægt 5,5 %.

    2. Framkvæmdir á árinu. Talsvert hefur verið unnið að uppsetningu nýrra girðinga. Sett hafa verið upp skilti til að auðvelda aðkomu fólks að staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar innanhúss í fjósinu. Innrétting fyrir féð í hlöðunni er langt komin.

    3. Tilraunaverkefni. Á næstunni fer af stað tilraun með efnainnihald í mjólk. Í undirbúningi er einnig rannsókn á íslensku landnámskúnni. Ýmis fleiri verkefni eru í skoðun t.d. rannsókn á snefilefnum. Rætt var um gæðahandbók fyrir Stóra-Ármót og þörf á tilraun með mismunandi básmottum. Fram kom að aðfengin efnagreiningaþjónusta er til baga seinvirk og það sama má segja um uppgjör á tilraunum sem lokið er.

    4. Viðræður við samstarfsaðila. Lesið bréf sem hefur borist frá LBH. Ákveðið að fyrsta skref væri að formaður leiti eftir viðræðum við rektor LBH og forstjóra Rala.

  2. Kosningar um tilraun með kúakyn. Farið yfir forsendur við gerð kjörskrár.

  3. Starfsemin. Á þessum árstíma fer mikill tími í ómskoðun líflamba og úttekt styrkhæfra framkvæmda. Mikið er einnig um fundi og námskeið í nóvember.

  4. Nefndarskipun. Skv. tillögu aðalfundar voru eftirtaldir skipaðir í nefnd til að endurskoða félagsaðild að Búnaðarsambandinu: Guðmundur Stefánsson, Hraungerði, Sigurður Loftsson, Steinsholti og Þórir Jónsson, Selalæk.

  5. Formannafundur. Ákveðið aðhalda formannafund 28.nóv. Stefnt að því að hafa hann á Hvoli.

  6. Bókhaldsmál. Fram kom að nýtt bóhaldsforrit er í burðarliðnum en Búbótarforritið verður uppfært áfram um óákveðin tíma. Áhersla lögð á að Búnaðarsambandið sé í stakk búið til veita ráðgjöf varðandi stofnun einkahlutafélaga og varðandi skattareglur.

  7. Önnur mál. Rætt um samskipti við BÍ vegna rekstrarráðgjafar fyrir bændur.


Fundargerð upplesin og samþykkt, -fundi slitið.

Guðmundur Stefánsson,
fundarritari.


back to top