www.bssl.is verður fyrir árás

Heimasíða Búnaðarsambands Suðurlands, www.bssl.is hefur legið niðri undanfarin sólarhring þar sem uppgötvaðist að hún hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta. Fyrirtækið Aicon á Selfossi sem hýsir vefsíðuna tók hana því úr umferð tímabundið og hefur unnið að því í dag að auka öryggi hennar sem koma í veg fyrir að slíkar árásir megi heppnast.

Skammt er liðið frá því heimasíðan varð fyrir sammskonar árás tölvuþrjóta. Vefstjórum heimasíðunnar (og væntanlega fleirum) þykir furðu sæta hvers vegna einhverjir sjái tíma sínum best varið í að reyna að brjótast inn á heimasíður sem þessa í þeim eina tilgangi að skemma fyrir. Við teljum heimasíðuna okkar stílhreina og fallega uppsetta og ekki er þar að finna neina innri vefi með merkilegum upplýsingum sem áhugavert væri að komast í.

Við vonumst því til að fá frið til að sinna okkar störfum og koma upplýsingum og fréttum til notenda okkar þjónustu með hjálp síðunnar.


back to top