Stórsýning garðyrkju- og blómaframleiðenda

Samband garðyrkjubænda stendur fyrir stórsýningu garðyrkjunnar á Landbúnaðarsýningunni á Hellu þann 22.-24. ágúst n.k. Júlíanna Einarsdóttir blómaskreytir hefur verið ráðin til að hanna sýningarsvæði garðyrkjunnar en sýningin fer fram í öðrum helmingi andyrsins í Rangárhöllinni (um 100 fermetrar) og á útisvæði jafnstóru þar við.

Á svæði garðyrkjunnar mun Sölufélag garðyrkjumanna, sem er afurðastöð grænmetisframleiðenda, sýna það helsta sem framleitt er af íslensku grænmeti. Þykkvabæjarkartöflur munu einnig kynna kartöfluframleiðslu sína. Þá verður lífrænni ræktun grænmetis gert hátt undir höfði og hún sérstaklega kynnt. Að sjálfsögðu verður mikið af blómum og garðplöntum til þess að kynna fjölbreytta starfssemi fyrirtækja innan garðyrkjunnar.

Garðyrkjuframleiðsla er þriðja stærsta grein íslensk landbúnaðar á eftir nautgripa og sauðfjárræktunar en um 12% af virði landbúnaðarframleiðslunni á uppruna sinn í garðyrkju.


Grænmetisbændur, blóma- og garðplöntuframleiðendur koma því sameinaðir fram á Landbúnaðarsýningunni og sýna það besta sem þeir hafa fram að færa. Uppskerutími útiræktaðs grænmetis verður þá þegar ný hafinn og nýjir og ferskir garðávextir verða á staðnum til sýnis, smökkunar og sölu.


back to top