Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári á Bændatorginu þann 2. september nk. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur.
Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð.


back to top