Einar Þorsteinsson Sólheimahjáleigu er látinn

Einar Þorsteinsson ráðunautur frá Sólheimahjáleigu er látinn. Búnaðarsamband Suðurlands fyrir hönd sunnlenskra bænda vottar eftirlifandi eiginkonu Einars sem og aðstandendum hans samúð sína. Hann fæddist 31.ágúst 1928 að Holti í Dyrhólahreppi. Einar nam búfræði við Tune búnaðarskólann í Danmörku og svo síðar við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk búfræðikandidatsprófi 1956. Hann var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá 1957 og til ársins 1998 eða í 41 ár.  Eldskírn sína fékk Einar þegar hann var framkvæmdastjóri landbúnaðasýningarinnar á Selfossi 1958. Einar var farsæll og starfsamur ráðunautur sem hugsaði um hag bændanna.  Hann lagði mikið upp úr því að láta bændur taka jarðvegssýni og leiðbeina um áburðargjöf út frá því og var árangur af þeim leiðbeiningum oft verulegur. Einar var mikill og einlægur áhugamaður um landgræðslu og landvernd.

 


back to top