Sæði úr Angus kálfum

Í morgun 15. ágúst gáfu Angus nautin Draumur 18402 og Baldur 18403 sæði sem verður til dreifingar frá Nautastöð BÍ Hesti. Baldur gaf 214 skammta og Draumur 173 skammta. Vonandi tekst að ná sæði úr hinum nautunum næstu daga en nautin eru einungis rúmlega 11 mánaða. Þá komu til landsins í dag 41 fósturvísir sem eru undan nautinu Emil av Lillebakken en fyrr í sumar fæddust 2 nautkálfar undan Hovin Hauk og 2 nautkálfar undan Horgen Eirie. Þá fæddust 7 kvígukálfar í viðbót við þær 7 kvígur sem fæddust síðasta haust. Það eru því til 14 hreinræktaðar Angus kvígur á búinu. Á myndinni má sjá 8 angus kálfa sem fæddust fyrr í sumar.


back to top