Tveir þriðju kúbænda skila mjólkurskýrslum rafrænt

Nú skila 67% kúabænda á Suðurlandi mjólkurskýrslum með rafrænum hætti í skýrsluhaldskerfinu Huppu. Þetta hlutfall hefur farið vaxandi á undanförnum mánuðum og vex enn með bættum nettengingum. Hæst er hlutfall rafrænna skila í Árnessýslu þar sem 74% þeirra sem halda skýrslur skila með rafrænum hætti. Lægst er hlutfallið í Rangárvallasýslu eða 58%.

Í hinum sýslunum tveimur eru rafræn skil 68% í V-Skaft. og 64% í A-Skaft. Ef litið er á ákveðinn svæði innan sýslnanna kemur í ljós að rafræn skil eru 100% í Laugardal, Biskupstungum og fyrrum Villingaholtshreppi. Á mjög mörgum svæðum eru aðeins örfá bú sem enn skila á pappír og á það t.d. við um stór framleiðslusvæði eins og Hrunamannahrepp, Landeyjar og Eyjafjöll.
Greinilegt er að kúabændur hafa verið fljótir að tileinka sér þessa tækni og hafa skýrsluskil gengið mjög vel með þessum hætti frá upphafi.


back to top