Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 12. ágúst nk.

Við minnum á að skráningarfrestur á kúasýninguna KÝR 2011 rennur út komandi föstudag 12. ágúst. Hægt er að skrá gripi til sýningar í síma 480 1800 eða á netfangið mundi@bssl.is.
Sýningin er fyrirhuguð laugardaginn 27. ágúst n.k. í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum. Að venju verða gripir sýndir í fjórum flokkum; þ.e. tveir kálfaflokkar sem skiptast eftir aldri sýnenda þar sem annars vegar er um að ræða sýendur 11 ára og yngri og hins vegar sýnendur 12 ára og eldri. Kúnum er svo skipt í fyrsta kálfs kvígur og svo eldri kýr.

Nánar upplýsingar gefur Guðmundur Jóhannesson, sími 480 1800, netfang: mundi@bssl.is.

Sjá nánar:
KÝR 2011


back to top