Tæplega 260 hross skráð til dóms

Tæplega 260 hross eru skráð á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum þannig að ákveðið hefur verið að byrja sýninguna ekki fyrr en á miðvikudeginum 17. ágúst nk. kl. 8 stundvíslega. Yfirlit verður síðan á föstudeginum 19. ágúst. Dómar halda síðan áfram frá mánudegi til miðvikudags og lýkur sýningunni á fimmtudeginum 25. ágúst með yfirlitssýningu. Hollaröðun verður birt seinnipartinn á morgun hér á heimasíðunni.

Varðandi endurgreiðslur er rétt að minna á eftirfarandi, endurgreiðslur koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll áður en sýning hefst. Ef hross forfallast eftir að sýningin er hafinn verður að framvísa læknisvottorði til að fá endurgreitt. Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða heldur einungis 10.000 kr fyrir hross sem hefur verið skráð í fullnaðardóm en 6.000 kr fyrir þau hross sem hafa einungis verið skráð í byggingar- eða hæfileikadóm.  Þeir sem telja sig eiga rétt á endurgreiðslu þurfa að ganga eftir þeim fyrir 1. október 2011. Best er að þegar hross er afskráð sé gefið upp reiknisnúmer sem hægt er að leggja inn á.

Búnaðarsamband Suðurlands


Sjá nánar:
Reglur um kynbótasýningar


back to top