Sumarsprell ungra bænda

Ungir bændur ætla koma saman á íþróttavellinum við Árnes og skemmta sér eina kvöldstund. Keppt verður í þrautabraut í kvenna- og karlaflokki þar sem þrír efstu hljóta veglega vinninga. Dæmi um þrautir eru girðingastaurakast, flatkökuát, bjórdrykkja og viðhald mjaltavéla. Samkoman verður eins konar upphitun fyrir unga bónda ársins sem FUBS ætlar að halda um miðjan ágúst.

Fjölmennnum og eigum saman skemmtilega kvöldstund, nýir meðlimir velkomnir! Endilega bjóðið sem flestum.

Fyrir þá sem koma langt að eða vilja fá sér í tánna er tjaldstæðið í Árnesi kjörinn staður til að tjalda. Í Árnesi er jafnframt sundlaug, bensínstöð og sjoppa. Ef menn vilja koma ríðandi er hægt að girða næturhólf, um að gera að panta það í tíma hjá Jónu.

Slóð á sumarsprell


back to top