Búnaðarsamband Suðurlands „ný fésbók“

Þegar nýr vefur var settur í loftið á dögunum, var stofnuð fésbókarsíða samhliða.  Gamla síðan var vinasíða og ekki lögleg þegar um fyrirtæki er að ræða. Þurftum við því að loka henni og setja upp nýja síðu.  

Síðan hefur það markmiðið að vekja athygli á þeim viðburðum og fréttum sem eru á heimasíðunni.  Þar hafa menn líka tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri.  Vil ég biðja lesendur sem áhuga hafa að „líka“ við síðuna og bjóða þeim vinum ykkar sem þið teljið að hafi áhuga á að bætast í hópinn.  Með von um ánægjuleg samskipti í framtíðinni á samskiptasíðunni facebook.com.

Hér má komast beint inn á Búnaðarsamband Suðurlands á facebook.


back to top