Stjórnarfundur HS 4/2013

Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 08.05.2013

Ræktun 2013:
Seldir 345 miðar Samtals kr. 857.500,-
Kostnaður kr. 632.375,-
Tekjur HSS kr. 225.125,-

Sýningin tókst vel, góður hestakostur og gott rennsli í sýningunni.
Rætt um að tala við Eiðfaxa vegna sýningar þeirra sama dag. Sveinn valinn til ferðarinnar.

Skipun starfshóps um markaðsmál. Stungið upp á Eysteini Leifssyni, Katrínu Sigurðardóttur, Sigríki Jónssyni, Ingimar Baldvinssyni, Rúnari Guðbrandssyni, Hjörnýju Snorradóttur, Kristbjörgu Eyvindsdóttur og Bergljótu Rist.

Beiðni hefur komið frá Guðmundi Skarphéðinssyni frá Skriðu í Aðaldal um að fá Galsa leigðan í fyrra gangmál. Samþykkt af okkar hálfu.
Reiknað með að Galsi komi á Suðurland um 20. júlí.


back to top