Stjórnarfundur HS 3/2013

Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 20.2.2013

Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn í fundarsal Búnaðarsambands Suðurlands, þann 20. febrúar 2013, kl. 18:30. Fundinn sátu: Birgir Leó Ólafsson, María Þórarinsdóttir, Ólafur Þórisson, Sigríkur Jónsson, Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Halla Eygló Sveinsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundarsetning

2. Undirbúningur fyrir aðalfund HS

3. Önnur mál

1. Fundarsetning

Birgir Leó Ólafsson stýrði fundi að þessu sinni þar sem Sveinn Steinarsson lá veikur heima. Hann bauð stjórnarmenn velkomna og fól Höllu Eygló að rita fundargerð.

2. Undirbúningur fyrir aðalfund HS

Tillaga frá stjórn að félagsgjald verði óbreytt 5.500kr. auk seðilgjalds.

Úr stjórn eiga að ganga Birgir Leó Ólafsson og María Þórarinsdóttir. María gefur kost á sér áfram og Birgir er tilbúinn til að taka sæti í varastjórn en gefur ekki kost á sér í aðalstjórn. Tillaga frá stjórn um að María Þórarinsdóttir og Þórdís Erla Gunnarsdóttir verði í aðalstjórn en Birgir Leó Ólafsson, Eysteinn Leifsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir í varastjórn.

Lagt til að skoðunar menn verði áfram Guðmundur Gíslason og Sveinn Sigurmundsson og til vara Pétur Ottósson og Sigurbjartur Pálsson.

Tillaga frá stjórn um að fulltrúa á aðalfund BSSL verði Helgi Eggertsson, Sigríkur Jónsson, Þuríður Einarsdóttir, Sveinn Steinarsson og Bjarni Þorkelsson. Til vara verði Ólafur Þórisson, Ólafur Einarsson og Hrafnkell Karlsson.

Tillaga frá stjórn um að fulltrúar á aðalfund Félags hrossabænda verði aðal- og varastjórn HS, Helgi Eggertsson, Bjarni Þorkelsson og Anton Páll Níelsson. Til vara verði Svanhildur Hall, Gunnar Arnarson, Viðar Steinarsson og Halldór Guðjónsson.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:00.

/Halla Eygló Sveinsdóttir


back to top