Skeljungur birtir áburðarverð

Skeljungur hefur nú birt áburðarverðskrá sína en söluaðili á Suðurlandi er Búaðföng á Hvolsvelli. Skeljungur flytur inn áburð frá Carrs í Skotlandi og selur undir vörumerkinu Sprettur hérlendis. Verðin hækka nokkuð frá fyrra ári. Ef miðað er við bestu kjör, þ.e. 7% staðgreiðsluafslátt 2009 og 10% pöntunar- og staðgreiðsluafslátt 2010, hækka verðin 1-13% þó með þeim undantekningum að tegundirnar 22-7-6 og 20-12-8 eru á sama verði og í fyrra og 20-10-10 og 16-15-12 lækka um 2%. Þar er miðað við gengi GBP frá 18. feb. 2009 sem var 162,20 og gengi GBP 2. mars 2010 sem var 193,36.
Skeljungur býður jafnframt upp á vaxtalausan greiðslufrest til 31. ágúst 2010.

Áburðarverðskrá Skeljungs má nálgast með því að smella hér.


Bændur þurfa nú að leggjast vel yfir málin og bera saman verð og gæði auk þeirra greiðslukosta sem bjóðast.

Samanburð á áburðarverðskrám má nálgast með því að smella hér


Skeljungur birtir áburðarverð

Skeljungur hefur nú birt verð á þeim áburðartegundum sem fyrirtækið flytur inn og markaðssetur hér á landi undir nafninu Sprettur. Líkt og hjá öðrum áburðarsölum hækkar verðið gríðarlega á milli ára. Efnainnihald nokkurra áburðartegunda breytist milli ára en á þeim tegundum sem telja má að fullu sambærilegar við blöndur frá fyrirtækinu á liðnu ári er um að ræða 70%-114% hækkun á milli ára. Eingildi áburðurinn Sprettur 27% hækkar þó „aðeins“ um 44,6% á milli ára. Í þessum samanburði er litið til mestu afslátta hvort ár um sig.

(meira…)


back to top