Bændasamtökin vilja landsmót á Hellu og í Skagafirði

Bændasamtökin hyggjast beita sér fyrir því að landsmót hestamanna verði haldin á landsbyggðinni og að landsmótsstaðirnir verði tveir, Vindheimamelar í Skagafirði og Gaddstaðaflatir við Hellu. Búnaðarþing samþykkti þetta í ályktun sinni í vikunni.

Sömuleiðis kemur fram í ályktuninni að skoða skuli hvort ástæða sé til að skilja sýningarhald kynbótahrossa frá núverandi fyrirkomulagi og halda sérstakt landsmót fyrir kynbótageirann.


Eins og kunnugt er hafa staðið miklar deilur að undanförnu um þá hugmynd að halda landsmót árið 2012 í Reykjavík. Bændasamtök Íslands eiga þriðjungs hlut í Landsmóti ehf. sem hefur séð um mótahaldið. Ályktun Búnaðarþings gæti því vegið þungt í þeirri umræðu.


back to top