Seinni yfirlitssýning síðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum

Seinni yfirlitssýning síðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum fer fram á morgun, fimmtudaginn 25. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8.00 með sýningu 7 vetra hryssna og eldri. Áætlað er að sýningunni ljúki um kl. 17.00. Dagskrá og skipulag flokka verður annars með eftirfarandi hætti:

Fimmtudagur 25. ágúst 2011, kl. 8:00.
• 7v. og eldri hryssur
• 6v. hryssur – Fyrstu 9 holl.

Hádegishlé

• 6v. hryssur – efstu holl.
• 5v. hryssur
• 4v. hryssur
• Stóðhestar

(Áætluð sýningarlok um kl. 17:00).

Ath. að hollaröð yfirlitssýningar mun verða birt hér á heimasíðunni að loknum dómum í kvöld, miðvikudaginn 24. ágúst.

Búnaðarsamband Suðurlands


back to top