Frá Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu samþykkti á fundi sínum 22. ágúst s.l. ályktun varðandi verð á kindakjöti til bænda. Ályktunin fer hér á eftir.
„Stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu vill benda á eftirfarandi staðreyndir:
Verð á kjöti til útflutnings hefur hækkað mikið undanfarin misseri. Útflutningstekjur afurðastöðva ársins 2010 nægðu fyrir 75% af heildargreiðslum til bænda fyrir innlagt kindakjöt. Verð á gærum hefur fimmfaldast frá árinu 2009. Birgðastaða kjöts er góð og þar af leiðandi ætti vaxta-og geymslukostnaður sláturleyfishafa að vera miklu minni en áður. Hlutfall bóndans í verðmynduninni þegar kjötið er selt frá afurðastöð er 54%, á móti 46% sláturleyfishafans, eftir því sem fram hefur komið í fréttum.
Stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu telur eðlileg að bændur fái stærri sneið í sinn hlut, ekki síst af hærri útflutningstekjum. Viðmiðunarverð LS sem gerir ráð fyrir 583 kr/kg meðalverði til bænda fyrir lambakjöt er sanngjörn og málefnaleg krafa, en mikið vantar upp á að hún náist miðað við núverandi verðskrár. „


back to top