Sæðistökuvertíð lokið

Sæðistökuvertíð lauk nú 21. desember og voru Skógahrútarnir mest notaðir, en þetta var 48. sæðistökuvertíðin frá því að Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hóf starfsemi sína árið 1968.

Fyrstu dagarnir voru rólegir. Bæði var mikil ótíð og svo höfðu margir að orði að kalda vorið úi í fyrra sæti í þeim. Þegar á leið jókst þátttakan og þegar upp var staðið var aðeins meira sæði sent út en í fyrra eða sæði í 22.425 ær á móti 22.250 ám í fyrra.  Sæðistakan gekk vel framan af en þyngdist verulega þegar leið á tímabilið.  Hrútarnir Bósi frá Þóroddstöðum og Ofsi frá Ásgarði gáfu ekkert nothæft sæði, en margir fjárbændur höfðu hug á að nota Bósa þar sem hann er þekktur að því að gefa góðar ær. Bósi var einnig frábær sæðisgjafi og því mikil eftirsjá í honum. Álagið varð því enn meira á vinsælustu hrútana og sumir þeirra þoldu það illa er leið á  einkum Dreki frá Hriflu og Spotti frá Árbæ en ekki var hægt að anna eftirspurn úr þeim. Þeir hrútar sem voru með mest af útsendu sæði koma hér í röð.

  1. Grímur frá Ytri-Skógum                2360 ær
  2. Saumur frá Ytri- Skógum             2050 ær
  3. Dreki frá Hriflu                                 1960 ær
  4. Spotti frá Árbæ                               1410 ær
  5. Burkni frá Mýrum                           1360 ær
  6. Bekri frá Hesti                                  1315 ær
  7. Borkó frá Bæ                                    1285 ær
  8. Hvati frá Hesti                                  1250 ær

Munið að skila sæðingabrúsum sem fyrst og láta vita um fjölda sæddra áa  og skrá sæðingarnar í Fjárvís sem fyrst.  Að lokum eru fjárbændum þökkuð ánægjuleg samskipti og þeim óskað jólafriðar og  farsældar á nýju ári.

 


back to top