Sauðfjársæðingadagbók

Hér á síðunni má finna sæðingadagbók fyrir þá sem vilja nota hana en margir skrá beint inn í Fjárvís en nú sígur á seinni hlutann í sæðingavertíðinni. Þátttakan fór rólega af stað, bæði sökum ótíðar og svo er kalda vorið mörgum enn í fersku minni. Síðustu daga hefur verið mikið að gera og líflegt í fjárhúsunum. Mest er spurt eftir Grími og Saumi frá Ytri-Skógum og svo er mikið pantað úr Dreka frá Hriflu. Af kollóttum hrútum er Spotti frá Árbæ mest pantaður. Hægt verður að panta sæði til 21. desember en þá fá blessaðir hrútarnir frí. Þið sem hafið lokið sæðingum munið eftir að skila brúsum og láta vita um fjölda sæddra áa.

Dagbók f. sæðingamann 2015-2016


back to top