Sæðistaka úr Angus nautunum og væntanlegt útboð

Sæðistaka hófst í lok júní úr þeim 4 nautum sem fæddust síðasta sumar. Allir hafa þegar gefið sæði og það er gott að eiga við gripina enda var lögð meiri  vinna í að temja þá en fyrri hóp. Nautin eru róleg og geðgóð. Þau verða boðin til sölu og verður lýsing á þeim á heimasíðu Búnaðarsambandsins og í Bændablaðinu sem kemur út 16. júlí. Þau verða ekki afhent nýjum eigendum sínum fyrr en nægjanlegu magni af sæði hefur verið safnað úr þeim. Nautin hafa vaxið og dafnað vel og er meðal þungaaukning þeirra tæp 1580 g á dag fyrstu 11 mánuðina. Myndin er af Val 0017

Tilboð í Angus naut 2020 – PDF skjal til útprentunar

Tilboð í Angus naut 2020 – Excel skjal til útf. og útpr.

Tilb í naut – reglur v. útboð

Lýsing nauta 19401-19404 (004)


back to top