Ríkissjórn Íslands er fallin

Á fréttamannafundi um kl. 13 í dag tilkynnit Geir H. Haarde forsætisráðherra á ríkissjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væri fallin. Hann mun síðar í dag ganga á fund forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Að sögn Geirs var það krafa Samfylkingarinnar um forsætisráðuneytið sem strandaði helst á og Sjálfstæðismenn gátu alls ekki hugsað sér að gefa eftir. Aðspurður sagðisg Geir helst sjá fyrir sér einhverskonar þjóðstjórn með aðkomu allra eða flestra stjórnmálaflokka landsins. Sjálfstæðisflokkurinn getur vel hugsað sér að leiða slíka þjóðstjórn, taldi það eðlilegasta kostinn.


back to top