Jaðarkot en ekki Jaðar

Í nýútkomnu fréttabréfi BSSL (1.tbl. 2009) var ranglega sagt að Sigmar Aðalsteinsson byggi á Jaðri í Flóahreppi. Hið rétta er að hann býr í Jaðarkoti. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Eftir sem áður tekur hann á móti pöntunum um klaufsnyrtingu í síma 696-8653. Sömuleiðis tekur félagi hans og frændi, Þorsteinn Logi Einarsson, á móti pöntunum í síma 867-4104.

Búvísindamenn og þeir bændur sem hafa af því reynslu telja góða klaufhirðu mjög mikilvæga fyrir mjólkurkýr. Góð klaufhirða bætir almenna líðan kúnna, eykur nyt  og beiðsliseinkenni og þar með frjósemi. Danskar rannsóknir sýna t.d. að góð klaufhirða bæti nyt um allt að 5% og þar í landi telja menn engan vafa leika á fjárhagslegum ávinningi af reglulegri klaufsnyrtingu. Öfugt við það sem menn gætu haldið er ekki minni þörf á klaufsnyrtingum í lausagöngufjósum en í básafjósum. Reglulegar heimsóknir klaufsnyrtingarmanna, t.d. tvisvar á ári ætti að vera regla fremur en undantekning. Aldrei er hægt að taka allar kýrnar í sömu ferðinni, t.d. er ekki sérlega sniðugt að snyrta klaufir á kúm sem komnar eru nálægt burði eða eru enn að jafna sig eftir burð.


 


back to top