5. fundur 2008 – haldinn 7. júlí

Stjórnarfundur haldinn 07.07.2008.

Fundinn sátu, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson, Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri, Til að byrja með sat fundinn sýningarráð landbúnaðarsýningarinnar, Jóhannes Símonarson, Kjartan Ólafsson, Sigurbjartur Pálsson og Sigurður Loftsson.

Í byrjun fundar minntist Guðbjörg þess að 100 ára afmæli Búnaðarsambandsins  var í gær sunnudaginn 6. júli.

1. Landbúnaðarsýningin á Hellu í sumar.
Kjartan Ólafsson fór yfir stöðu mála varðandi landbúnaðarsýninguna í sumar.

2. Fjárhagsstaða bænda.
Runólfur Sigursveinsson mætti á fundinn og fór yfir þessi mál. Lausafjárkreppa og skuldastaða bænda eru aðalmálin sem koma inn á borð ráðunauta í dag.

3. Deiliskipulag á Stóra Ármóti.
Samþykkt var að láta vinna að deiliskipulagi  á Stóra Ármóti.

4. Deiliskipulag Ósabotna.
Lagt fram til kynningar.

5. Starfsemi og fjárhagsstaða.
Sveinn gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útkomu bókar um sögu búnaðarsambandsins í 100 ár sem mun koma út fyrir landbúnaðarsýninguna á Hellu. Þá mun búnaðarsambandið vera með bás á landbúnaðarsýningunni og vera með til sölu myndbönd frá fyrri landbúnaðarsýningum og ýmsar bækur og rit. Í haust eru 20 ár frá því að tilraunastarf hófst á Stóra Ármóti og eru hugmyndir uppi um að halda málþing í tilefni þess.

6. Önnur mál.
Stjórn BSSL óskar sunnlenskum hestamönnum til hamingju með góðan árangur á nýafstöðnu landsmóti hestamanna.  Á fundin barst ostakarfa frá Eignarstýringarsviði Landsbankans í tilefni 100 ára afmælis Búnaðarsambandsins.  Stjórn BSSL sendir bestu þakkir fyrir.

Fundargerðin lesin og samþykkt.

Guðni Einarsson, fundarritari


back to top